Ríkisstjórnin falli frá sjúklingaskatti

Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavik samþykkti eftirfarandi ályktun í gær:

Kjaranefnd  Félags eldri borgara  í Reykjavík mótmælir því harðlega, að ríkisstjórnin skuli ætla að leggja sjúklingaskatt á þá,sem leggjast inn á Landspítalann og aðrar sjúkrastofnanir,1200 kr. á sólarhring.Kjaranefnd telur,að þessi skattur muni bitna mjög ella á öldruðum og skorar á ríkisstjórnina að falla frá honum.Komugjöld og ýmsir aðrir sjúklingaskattar eru þegar orðnir of háir þó legugjald sjúklinga bætist ekki við.

Jafnframt harmar kjaranefndin, að ekki sé gert ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2014  að leiðrétta lífeyri aldraðra  og öryrkja vegna kjaragliðnunar,sem lífeyrisþegar hafa orðið fyrir á krepputímanum. Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu því fyrir kosningar,að þessi leiðrétting yrði gerð strax,kæmust þeir til valda.Við það verður að standa. Hækka þarf lífeyrinn um 20% til þess að framkvæma þessa leiðréttingu.
 
Hættan er sú,ef sjúklingaskattur verður innleiddur,að hann festist í sessi og verði fljótlega hækkaður.Það er reynslan af eldri sköttum.Þess vegna verður að koma í veg fyrir,að sjúklingaskattur verði lagður á.
 
Björgvin Guðmundsson

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband