Föstudagur, 11. október 2013
Efst á baugi,áhugaverð bók
Fréttatíminn birtir viðtal við Björgvin Guðmundsson í dag um bók hans,Efst á baugi,æviminningar.Í viðtalinu segir Björgvin frá því úr hvaða jarðvegi hann sé sprottinn.Hann kveðst vera alinn upp í fátækt og engar atvinnuleysistryggingar hafa verið til, þegar hann var að alast upp.Eina úrræði pabba, þegar hann var atvinnulaus, var að fara niður á höfn að trolla kol úr höfninni og selja kolin fyrir mat.Þannig var ástandið þá. Þetta ástand gerði mig að jafnaðarmanni.Ég gekk í Alþýðuflokkinn 17 ára. Í viðtalinu við Fréttatímann rekur Björgvin síðan starfsferil sinn í stórum dráttum,17 ára blaðamanns og útvarpsferil,3ja áratuga starf embættismanns í stjórnarráðinu,í viðskiptaráðuneyti og utanríkisráðuneyti, 20 ára starf í borgarstjórn Reykjavíkur og þar á meðal valdatöku borgarinnar eftir að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutann 1978 en þá var Björgvin einn af leiðtogum vinstri meirihlutans,sem tók við völdum í borginni.Björgvin var einnig framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur,sem þá var stærsta útgerðar-og fiskvinnuslufyrirtæki landsins og hann rak eigið útflutningsfyrirtæki ásamt Rúnari,syni sínum,í 10 ár.Bókin lýsir áhugaverðum starfsferli.Undirtitill bókarinnar er: Blaðamaður,pólitíkus,diplomat.Björgvin var 3 ár við störf í sendiráði Íslands í Osló sem sendifulltrúi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.