Laugardagur, 12. október 2013
Magnús Guðmundsson sjötugur
Magnús Guðmundsson,bróðir minn,og Sædís Jónsdóttr kona hans,buðu okkur systkinunum og mökum til kvöldverðar í gærkveldi í tilefni af 70 ára afmæli Magnúsar.En sú hefð hefur skapast að bjóða til kvöldverðar í tilefni slíkra stórafmæla.Allir voru mættir í kvöldverðinn,ég og Dagrún kona mín,Guðjón bróðir og Ása kona hans og Sólrún systir og Guðfinnur maður hennar fyrir utan afmælisbarnið og konu hans.Sædís bar fram girnilega rétti enda mjög flínk í matreiðslu.Áttum við systkinin góða og skemmtilega stund saman.Sædís Magnúsdóttir kom og tók myndir af hópnum en nauðsynlegt er að festa slíkan atburð á "filmu".
Við Dagrún nutum vel kvöldverðarins og samvistanna við hin systkinin og allt gekk vel í kvöldverðinum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.