Fær fólk einhverja skuldaleiðréttingu?

Allt er enn í óvissu með það hvort almenningur  fái einhverja skuldaleiðréttingu eða ekki.Ríkisstjórnin hefur ekkert rætt við kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna og óvíst hvort hún gerir það.Enn er unnið að gerð nauðarsamninga fyrir þrotabúin en náist ekki samkomulag um slíka samninga fara þrotabúin í formleg gjaldþrot og þá getur ríkisstjórnin ekkert skipt sér af búunum.Skiptin fara þá einungis eftir gjalþrotalögum án afskipta ríkisvaldsins.Útgreiðslur verða þá í íslenskum krónum.

Ekki verður séð í fljótu bragði,að það náist neinir fjármunir frá þrotabúunum til þess að nota við skuldaleiðréttingu heimilanna.Framsókn á eftir að skýra hvernig hún ætlar að uppfylla kosningaloforð sín.Það er ekki einu sinni öruggt að unnt sé að skattleggja þrotabúin.Það hefur verið dregið í efa að það standist.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband