Söng inn á plötu 13 ára.Leikin í RUV í dag

Hrafnhildur Halldórsdóttir stjórnandi Morgungluggans á Rás 1 á RUV átti viðtal við Björgvin Guðmundsson í morgun um bók hans Efst á baugi,æviminningar.Hrafnhildur ræddi nokkuð við Björgvin um Efst á baugi en fór síðan út í að ræða æviferil Björgvins,blaðamennsku á Alþýðublaðinu og á Vísi og á úvarpinu,nám hans  í Ingimarsskóla,MR og í Háskóla  og stjórnmálastarfsemi.En Björgvin varð leiðtogi Alþýðuflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur 1970 þá 38 ára en þá skipaði hann efsta sæti lista Alþýðuflokksins.Björgvin var síðan einn af leiðtogum vinstri meirihlutans,sem tók við völdum í Reykjavík 1978,þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutann í Reykjavik eftir hálfrar aldar valdatímabil.Varð Björgvin þá formaður borgarráðs.Björgvin lagði til,að vinstri flokkarnir skiptu völdum og áhrifum í Reykjavík jafnt,þannig að hver vinstri flokkur hefði 1 fulltrúa í borgarráði.það var samþykkt.Hrafnhildur ræddi við Björgvin um störf hans í stjórnaráðinu en þar var hann embættismaður i tæpa 3 áratugi,í viðskiptaráðuneytinu,þar sem hann var lengst af skrifstofustjóri og í utanríkisráðuneytinu,þar  sem hann var sendifulltrúi.Björgvin var formaður gjaldeyrisnefndar bankanna í 17 ár en það var gjaldeyrishaftanefnd þess tíma og hann var formaður verðlagsnefndar og verðlagsráðs í 10 ár.En síðan vann hann með Gylfa Þ.Gíslasyni ráðherra að því að koma á frelsi í innflutningsmálum á viðreisnartímanum og vann með Ólafi Jóhannssyni ráðherra að því að koma á frelsi í verðlagsmálum.Í lok þáttarins lék Hrafnhildur eitt lag af plötu,sem Björgvin söng inn á 13 ára gamall í KFUM.Hann söng lagið Ljómandi lindarrjóður,sem fjallar um Vatnaskóg. Björgvin skýrði frá því,sem fram kemur í bókinni,að Árni Sigurjónsson,sem var foringi í KFUM, hafi fengið hann til þess að syngja inn á plötu heima hjá sér.Fór hann heim til Árna dag nokkurn eftir verkamannavinnu í Vatnsveitu Reykjavíkur en þar vann Björgvin fulla verkamannavinnu 13 ára.Upptökuskilyrði Árna voru ófullkomin en Björgvin hefur varðveitt plötuna í tæp 70 ár.Þetta er í fyrsta sinn sem leikið er lag af plötunni opinberlega.

Hrafnhildur Halldórsdóttir er mjög góður útvarpsmaður.Hún er dóttir Halldórs Björnssonar,sem um skeið var formaður Dagsbrúnar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband