Góðar undirtektir við viðtalið í Morgunglugga RUV

Undirtektir voru mjög góðar við viðtalið,sem Hrafnhildur Halldórsdóttir átti við mig í Morgunglugganum á Rás 1 á RUV í gær.Margir hringdu til mín og létu í ljós ánægju með viðtalið og sérstaklega voru margir ánægðir með sönginn en 68 ár eru liðin frá því ég söng inn á plötuna hjá Árna Sigurjónssyni í KFUM.Einnig létu margir í ljós ánægju með viðtalið á Facebook.Eins og fram kemur á Facebook í athugasemd Dags Hilmarssonar við Facebook færslu  mína er unnt að smella á viðtalið í Morgunglugganum með því að smella slóðina,sem Dagur gefur upp.Einnig setti Þórir  sonur  minn í gærkveldi inn færslu,viðtalið við mig,sérstaklega klippt úr þættinum (með mynd af mér).Þar er líka unnt að smella beint á viðtalið og söngurinn fylgir með.

 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband