Sunnudagur, 20. október 2013
Guðmundur Magnússon stóð sig vel sem formaður Öbi
Þau tíðindi gerðust í gær á aðalfundi Örykjabandalags Íslands, að varaformaður bandalagsins,Ellen,felldi sitjandi formann,Guðmund Magnússon.Aðeins fá atkvæði skildu þau að. Það er mjög sjaldgæft,að varaformaður bjóði sig fram gegn sitjandi formanni,sem er reiðubúinn að halda áfram.Ég hefi átt mjög gott samstarf við Guðmund Magnússon og tel að hann hafi staðið sig mjög vel í erfiðu starfi sem formaður.Síðustu árin hafa verið sérstaklega erfið.Ég er ekki sammála gagnrýni hins nýja formanns á Guðmund og fráfarandi stjórn. Hún virðist telja að Guðmundur hafi verið of harður við stjórnvöld og hafi átt að sýna meiri samningalipurð.Ég hefi yfirleitt verið sammmála stefnu Guðmundar en þá sjaldan ég hefi verið ósammála honum hefur það verið vegna þess að mér hefur fundist hann of linur við stjórnvöld en ekki öfugt.Ég er heldur ekki sammála þeirri gagnrýni Ellen, að Öryrkjabandalagið hafi sett ofan í augum almennings og að það þurfi að bæta orðstýr bandalagsins út á við.Ég tel að Öryrkjabandalagið hafi verið í góðu áliti enda frábært starfsfólk við störf þar,sem stutt hefur við stefnu Guðmundar og stjórnarinnar.Ég tel, að þessi gagnrýni nýja formannsins hafi byggst á misskilningi.En auðvitað má allataf gera betur.Öll gagnrýni verður hins vegar að byggjast á sanngirni.Ég óska hinum nýja formanni til hamingju með vandasamt starf.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.