Breyta þarf tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu

Miklar umræður fara nú fram um gerð væntanlegra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Seðlabankinn og Samtök atvinnulífsins hafa gefið tóninn: Það er ekki grundvöllur fyrir neinum verulegum kauphækkunum.Best er,að laun hækki sem minnst til þess að verðbólga aukist ekki.Kannast nokkur við þennan söng.Þetta er sami söngur og sunginn hefur verið í öllum kjarasamningum svo lengi sem ég man eftir mér.Munurinn er ef til vill sá,að nú er það sagt umbúðalaust,að ef verkafólk fái einhverjar verulegar kjarabætur þá leiði það til mikillar verðbólgu. Það á að kenna verkalýðshreyfingunni um verðbólguna eftir að stjórnvöld hafa árum og áratugum rekið kolvitlausa efnahagsstefnu,sem leitt hefur til verðbólgu og stundum óðaverðbólgu.

Það hvarflar ekki að atvinnurekendum,að  sá atvinnurekstur,sem græðir á tá og fingri í dag geti greitt hærri laun án þess að velta því út í verðlagið. Útgerðin,útflutningsatvinnuvegirnir og ferðaiðnaðurinn búa við góða atkomu í dag og geta greitt starfsfólki sínu mun hærri laun en gert er.Það mundi ekki valda neinni verðbólgu.Þessar greinar yrðu að taka launahækkanir á sig vegna góðrar útkomu.Kauphækkanir valda því aðeins verðbólgu,að atvinnurekendur velti hækkuninni út í verðlagið.Það þarf að koma í veg fyrir, að slíkt gerist.Fyrirtækin verða að hagræða hjá sér svo þau geti greitt starfsfólkinu mannsæmandi laun.Kaup þeirra lægst launuðu er óviðunandi.Það verður að hækka það myndarlega í væntanlegum kjarasamningum.Ísland er orðið láglaunaland.Það hlutskipti er óásættanlegt.

Vegna þess hvernig ástandið er í kjaramálum verður ef til vill að hækka laun mismunandi mikið í næstu kjarasamningum,hækka laun meira  í þeim greinum, sem hafa góða afkomu.Það er ekki góður kostur en ef til vill er nauðsynlegt að taka hann. Í rauninni snýst þetta mál allt um tekjuskipinguna í þjóðfélaginu.Það þarf að breyta henni. Það þarf að  færa tekjur til þeirra,sem lægst hafa launin og verst kjörin frá þeim,sem hafa mjög góð kjör og njóta mikils gróða af atvinnurekstri.Það er unnt að stíga skref í þessu efni í næstu kjarasamningum.Það má einnig jafna kjörin með ráðstöfunum í skattamálum og gegnum almannatryggingar.-Það er ekki ásættanlegt að gera nýja kjarasamninga án þess að kjör láglaunafólks séu leiðrétt.Þess vegna eru kjarasamningar eins og SA og Seðlabankinn berjast fyrir ekki inni í myndinni.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband