Þriðjudagur, 22. október 2013
Hvað færð þú mikla niðurfærslu skulda?
Það var mikið viðtal við Sigmund Davíð forsætisráðherra á Bylgjunni í gær.Að sjálfsögðu var m.a. rætt um hugsanlega niðurfærslu skulda.Fréttamaður Bylgjunnar spurði forsætisráðherra út í ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis,að ekki yrðu afgreiddar tillögur um skuldaniðurfærslu fyrir áramót.Sigmundur Davíð sagði,að Bjarni hefði átt við það, að stjórnarandstaðan mundi tefja málið og þess vegna væri ekki unnt að afgreiða það á þessu ári.Hins vegar sagði Sigmundur Davíð að sérfræðinganefndin mundi leggja fram tillögur sínar um niðurfærslu fyrir áramót og þá sæju menn hvað þeir fengju mikla niðurfærslu.Ef þetta er rétt mun sérfræðinganefndin leggja fram eitthvað álit sem segir að vegna forsendubrests eigi skuldir að lækka svo og svo mikið.Þetta á að duga almenningi.En ekkert verður þá vitað hvort eða hvenær einhver skuldaniðurfærsla fæst,þar eð stjórnvöld eru ekkert farin að tala við kröfuhafa gömlu bankanna og alls óvíst hvort einhverjir fjármunir fást frá þeim.Ef ekki næst samkomulag um nauðasamninga þrotabúa gömlu bankanna fara þau í formleg gjaldþrot og þá geta stjórnvöld ekkert skipt sér af þeim.Skipti búanna fara þá eingöngu eftir gjaldþrotalögum. -Það er ódýrt hjá forsætisráðherra að kenna stjórnarandstöðunni um framgang máls,sem ekki er komið fram. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir í viðtali við Fréttablaðið í dag,að Samfylkingin muni ekki tefja frumvarp um skuldaniðurfærslu.En ekki þýði fyrir ríkisstjórnina að kenna stjórnarandstöðunni um verkleysi sitt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Facebook
Athugasemdir
Taktík Sigmundar er mjög einföld: Hann lofar ansi bratt í stíl við Silvio Berluskoni. Þegar hann hefur náð völdum skipar hann nefndir til hægri nog vinstri og felur þeim að koma með tillögur. Möguleikinn að skrifa niður skuldir jafnvel afskrifa er enn eriðara fyrir nefndir en forsætisráðherrann.
Þegar í ljós kemur að nefndirnar sjá ekki í land og allt loforðasnakkið fellur um sjálft sig þá mun Sigmundur að öllum líkindum kenna nefndunum um en ekki sér. Og svo má einnig kenna samstarfsflokknum um sem nú er að fá á sig fremur óviðfelldan stimpil að vera hallur undir fasisma. Þegar lögreglu er sigað pólitískt á andstæðinga þá er komið ansi nálægt aðferðafræði fasismans.
Sigmundur væntir þess að standa með pálmann í höndunum í ölduróti stjórnmálanna á Íslandi, - eins og Silvio komst alltaf upp með á Ítalíu þangað undir það síðasta. Það má alltaf ljúga aftur að þjóðinni og draga hana inn í nýjan blekkingarvef.
Guðjón Sigþór Jensson, 22.10.2013 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.