Er í lagi að svíkja kosningaloforð?

Í gær skrifaði ég um,að stjórnarflokkarnir ætluðu að svíkja loforð sitt við aldraða og öryrkja um að bæta þeim svokallaða " kjaragliðnun " kreppuáranna.Ég birti samþykktir flokksþinga beggja flokkanna,sem sögðu skýrt að bæta ætti öldruðum og öryrkjum strax þá hækkun,sem þessir hópar hefðu orðið af sl. 4 ár, þar eð laun hækkuðu mikið meira en lífeyrir frá almannatryggingum.Það þarf að hækka lífeyrinn um 20% til þess að jafna metin.Það,sem er athyglisvert við þetta mál er það,að stjórnarflokkarnir minnast ekki á það. Þeir eru ekki að tala um að það dragist að efna þetta loforð vegna slæmrar stöðu ríkissjóðs.Nei þeir minnast ekki á þetta loforð.Þeir vilja greinilega gleyma því.

Þetta er siðlaust og þetta er lítilsvirðing við kjósendur.Það er ekki unnt að gefa kjósendum ákveðin kosningaloforð fyrir kosningar og sópa þeim síðan undir teppið eftir kosningar.Aldraðir og öryrkjar munu ekki gefa stjórnvöldum nein grið í þessu máli.Þeir krefjast þess,að staðið verði við þetta kosningaloforð og munu sjá til þess að það verði gert.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband