Er ástandið hér að verða eins og 2008?

Margar fjölskyldur hafa það erfitt vegna atvinnuleysis og annarra afleiðinga bankahrunsins.En stór hópur hefur það þokkalegt og jafnvel gott eins og sjá má af stóraukinni eftirspurn eftir skemmtiferðum til útlanda og aukinni bílasölu.Gífurlegt magn auglýsinga í fjölmiðlum í dag bendir til þess að við siglum inn í sams konar neysluþjóðfélag og var hér 2008, fyrir hrun.Fólk fór varlega fyrst eftir hrunið en í dag er ótrúlega margt orðið líkt og var fyrir hrun.

Íslandi hefur gengið nokkuð vel að komast út úr kreppunni.Hefur Íslandi verið hrósað á erlendum vettvandi fyrir að standa vel að verki í því efni.Í kjölfar hrunsins fór verðbólga í 20% og atvinnuleysi i 7-8%.Hagvöxtur varð neikvæður.Í dag er verðbólgan 3,5%,atvinnuleysið 4,5% og hagvöxtur áætlaður 2,7% næsta ár.Núverandi stjórnarflokkar hömuðust sem stjórnarandstæðingar  gegn fyrri ríkisstjórn  og töldu hana ekkert gera jákvætt. En í ljós hefur komið,að ríkisstjórm Samfylkingar og VG hélt vel á málum við endurreisn efnahagslífsins eftir hrunið.T.d. var hagvöxtur strax orðinn 2,9% 2011,2 árum eftir að stjórnin tók við.En stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lét samt öllum illum látum og taldi hagvöxtinn alltof lítinn og byggðan á ótraustum grunni.Hagvöxtur  á Íslandi hefur verið meiri undanfarin ár en í öðrum Evrópulöndum að Noregi undanskildum og atvinnuleysi hefur verið minna.Nýja ríkisstjórnin stærir sig nú á erlendum vettvangi af þessum árangri,sem fyrir ríkisstjórn náði!

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband