Mikil spenna milli stjórnarflokkanna

Hálft ár er liðið frá því ríkisstjórnin tók við völdum.Framsóknarflokkurinn hefur þegar misst þriðjung fylgis síns.Kjósendur virðast ekki treysta því að flokkurinn ætli að standa við stóra kosningaloforðið um skuldaleiðréttingu heimilanna.Mikil spenna er milli stjórnarflokkanna.Árni Páll segir,að leiðtogar flokkanna tali ekki saman. Alla vega tala þeir í sinn hvora áttina í stærsta málinu,skuldaleiðréttingu heimilanna.Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins dregur lappirnar í því máli.Það á eftir að koma í ljós hvort Sjálfstæðisflokkurinn styður almenna niðurfærslu skulda.Ýmis ummæli Bjarna nýlega benda til þess að svo verði ekki. Ég hygg,að ef einhverjir peningar losna úr þrotabúum föllnu bankanna muni Sjálfstæðisflokkurinn vilja,að þeir peningar verði notaðir til þess að greiða niður skuldir ríkisins og spara vaxtaútgjöld en þau eru mjög mikil.Seðlabankinn leggst gegn almennri skuldaniðurfærlu og það gera margir hagfræðingar.Þeir telja,að slík niðurfærsla geti valdið þenslu og verðbólgu og því verði menn fljótlega í sömu sporum á ný og fyrir slíka leiðréttingu.

Skuldaleiðréttingin mun reyna mjög á samstarf stjórnarflokkanna og er óvíst að stjórnin lifi það af.Framsókn mun væntanlega sækja það fast,að skuldir heimilanna verði færðar niður.En andstæðingar málsins benda á,að slík niðurfærsla mundi ekki ná til þeirra verst settu heldur þeirra,sem betur eru settir en skulda mikið.Málið er mjög eldfimt og getur valdið sprengingu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband