Eignaupptakan heldur áfram!

Ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að stöðva þá " eignaupptöku",sem stöðugt á sér stað þegar Tryggingastofnun skerðir lífeyri aldraðra um jafnmikla upphæð og nemur lífeyrir frá lífeyrissjóði.Vegna þessarar "eignaupptöku" fá þeir,sem greitt hafa í lífeyrissjóð ekkert meiri lífeyri en hinir,sem aldrei hafa greitt í lífeyrissjóð.Þetta er mikið ranglæti. Og það þarf að stöðva þessa eignaupptöku strax.

Fyrri ríkisstjórn hafði lagt fram frumvarp,sem átti að leiðrétta þetta ranglæti.En núverandi ríkisstjórn vildi ekki samþykkja það og því náði það ekki fram að ganga.

Eftirlaunamaður,sem fær 70 þús. kr. úr lífeyrissjóði  sætir 70 þús. kr. skerðingu tryggingabóta hjá Tryggingastofnun,þannig að hann fær ekkert meiri lífeyri en sá,sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð.Þetta virkar eins og eignaupptaka.Það er eins og það sé verið að gera upptækan allan lífeyrinn,sem viðkomandi eftirlaunamaður á að fá.Þetta gengur auðvitað ekki. Það verður að leiðrétta þetta ranglæti og það verður að leiðrétta það strax.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Spurning hvernig við eldri borgarnir sem annað hvort erum komin á aldur eða erum að nálgast eftirlaunaaldur, bregðumst við þessu óréttlæti. Ein hugmynd er að taka allt út úr lífeyrissjóði sem mögulegt er til að lágmarka skerðinguna.

Þetta misrétti er vægast sagt mjög gróft. Þeim refsað sem vilja leggja fé til hliðar og í góðri trú að verið sé að leggja fé til ráðstöfunar síðar.

Svínaríið með krónuna hófst með stofnun Landsbankans 1886. Fyrstu seðlarnir gengu aðeins innanlands og vildu kaupmenn þá helst ekki.Bakhlið þeirra var auð og gátu því bændur nota sem minnislista hvað átti að sækja í kaupstað!

Eg hefi verið að skoða svonefnt „Bankamál“ sem var í hámælum kringum 1890. Eiríkur Magnússon (1833-1913) bókavörður í Cambridge gagnrýndi mjög spillinguna kringum Landsbankann sem hann rakti til mjög óskynsamlegrar bankastofnunar og leit mjög til breskra banka sem betri fyrirmyndar.

Guðjón Sigþór Jensson, 29.10.2013 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband