Samningar við þrotabúin geta tekið mörg ár!

Það vakti athygli,þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði fyrir skömmu,að ekki væri útlit fyrir,að neitt mundi gerast í skuldavanda heimilanna á þessu ári.Þóttu þessi ummæli stangast á við yfirlýsingar Sigmundar Davíðs forsætisráðherra,sem alltaf hafði sagt að tillögur um ráðstafanir í skuldamálum yrðu tilbúnar á þessu ári. En í gær bætti Sigmundur Davíð um betur,þegar hann ræddi við Reuter,fréttastofu.Þá sagði hann,að samningar við þrotabúin gætur tekið mörg ár og því gæti það tekið jafnlangan tíma að afnema gjaldeyrishöftin.Sigmundur Davíð hugsar sér að peningar til þess að lækka skuldir heimilanna komi frá þrotabúum föllnu bankanna.Það gerist ekkert í þeim málum á næstunni  samkvæmt því sem Sigmundur segir við Reuter.Menn hugsa stundum skýrar erlendis.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Má vænta þess að 8 ár líði uns kosningaloforðin frá vorinu 2013 verði efnd? Fyrir 8 árum stóð til að gefa Norðmönnum nokkrar íslenskar skruddur. Sigmundur Davíð skrapp með þær til Noregs á dögunum. Ekki er vitað annað en að hann hafi verið á samstæðum skóm en sjálfsagt þykir nútíma leiðtogum Framsóknarflokksins viðeigandi að ganga á fund æðstu þjóðarleiðtoga á ósamstæðum skóm sbr. þegar hann hitti Obama bandaríkjaforseta nú fyrr í haust.

Guðjón Sigþór Jensson, 31.10.2013 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband