Jón Gnarr hættir

Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti í gær,að hann mundi ekki bjóða sig fram á ný  ný næsta vor til borgarstjórnar.Hann mundi hætta. Minn tími er búinn,sagði Jón Gnarr.Þessi ákvörðun Jóns Gnarr kom mörgum á óvart,þar eð fylgi Besta flokksins hafði verið að aukast samkvæmt skoðanakönnunum,var komið í 37%.Jafnframt tilkynnti Jón ,að Besti flokkurinn mundi hætta störfum og renna   saman við Bjarta framtíð.Þessi síðari ákvörðun vekur kannski enn meiri undrun,þar eð ekki er unnt að stýra heilum flokki inn í annan flokk.Afföll verða mikil.Það eru engar líkur á því að Björt framtíð fái öll atkvæði Besta flokksins.Sjálfsagt mun Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn auka fylgi sitt eitthvað við þessar breytingar.

Jón Gnarr sagði í gær,að starf borgarstjóra  hefði verið bæði skemmtilegt og leiðinlegt og einnig skelfilegt.Ljóst er af þessum ummælum hans,að starf borgarstjóra hefur ekki átt við hann.Ég hefi sagt það áður,að sennilega hefði það átt betur við hann að vera forseti borgarstjórnar.Starf borgarstjóra er alltof viðamikið og flókið fyrir mann sem aldrei hefur verið í stjórnmálum eða komið nálægt rekstri og alls ókunnugur borgarstjórn og málefnum Reykjavíkurborgar.Miðað við allt  þetta má  það teljast kraftaverk,að Jón Gnarr skyldi komast í gegnum borgarstjóraembættið. Helsti samverkamaður Jóns í borgarstjórn,Dagur B.Eggertsson,leiðtogi Samfylkingarinnar þar,bar Jóni Gnarr vel söguna.Hann sagði,að mikil eftirsjá yrði af Jóni.Aðrir stjórnmálamenn í borgarstjórn,sem rætt var við,voru einnig jákvæðir í garð Jóns. Sennilega hefur Jón Gnarr haft jákvæð áhrif á  stjórnmálin í borgarstjórn. Stjórn Samfylkingar og Besta flokksins á borginni hefur tekist vel. Það hefur ríkt góður friður og gott jafnvægi milli stjórnmálamanna og embættismanna.Jón Gnarr mun  næsta vor snúa sér á ný að list sinn,leiklist og ritstörfum.Hann er mjög góður listamaður.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Óhætt má fullyrða að Jón Gnarr hafi komið mörgum á óvart. Fyrst með mjög mikillri einlægni og að vilja breyta einhverju í stjórn borgarinnar. Áherslur hans voru mjög einfaldar og gengu þvert á áherslur fyrri valdhafa. Hann sker sig algjörlega úr sérstaklega í samanburði við alla lögfræðingina sem gegnt hafa starfi borgarstjóra á vegum Sjálfstæðisflokksins. Þeir voru allir mjög formfastir og fylgdu ákveðinni stefnu þar sem lögð var áhersla á hagsmuni Sjálfstæðisflokksins umfram aðra hagsmuni. Jón Gnarr er sennilega 3ji borgarstjórinn sem ekki verður talinn sérstaklega pólitískur. Forverar hans sem slíkir voru Egill Skúli Ingibergsson á árunum 1978-82. Þá var ákveðið vegna gríðarlegrar hækkunar á olíu að stækka þjónustusvæði Hitaveitu Reykjavíkur, bæta Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði við. Þetta var djörf ákvörðun sem skilaði sér margsinnis til aukins hags heimilanna í þessum sveitarfélögum. Horfið var á örfáum árum frá því að nota olíu til húshitunar. Sennilega var þetta ein stærsta og þar með afdrifaríkasta ákvörðun til að auka hag jafn margra heimila í landinu. Auðvitað kostaði þetta mikið, skuldir Hitaveitunnar urðu himinháar sem Davíð Oddsson útnýtti sér ásamt sprungunum við Rauðavatn. En hann beitti sér fyrir stórhækkun á gjaldskrá Hitaveitunnar og tengdi við byggingavísitölu. Ekki leið á löngu að skuldir Hitaveitunnar hurfu nánast sem dögg fyrir sólu og unnt var að láta Hitaveituna byggja Perluna eða „Kúlusukkið“ eins og gárungar meðal andstæðinga DO nefndu mannvirkið lengi vel. Nú situr þessi sami Davíð sem fastast í stól ritstjóra Morgunblaðsins ákkúrat þar sem ein af þessum meintu stórhættulegu sprungum eru. Það er merkilegt hve hræðsluáróður geti skilað þeim sem beita gríðarlegum árangri. Nú er Davíð nánast áhrifalaus enda dagar hans löngu taldir. En það er ólíkt sem þessir borgarstjórar aðhafast, Jón Gnarr telur vitjunartíma sinn upprunninn eftir 4 árangursrík ár sem borgarstjóri meðan ekkert heyrist í hinum. Skal hér staðar numið.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 31.10.2013 kl. 17:22

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðjón, telur þú það árangursríkt að fara með fjárhag borgarinnar úr 2 milljörðum í + og í 4,4 milljarða í -?????????????

Jóhann Elíasson, 3.11.2013 kl. 12:01

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú þarf eg að vita meira: Hvað stendur á bak við þessar tölur og sennilega er hægt að færa góð og gild rök fyrir?

Guðjón Sigþór Jensson, 3.11.2013 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband