Fylgið hrynur af Framsókn- Samfylking bætir við sig

Fréttablaðið birtir í morgun nýja skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins um fylgi flokkanna. Samkvæmt henni hrynur fylgið af Framsókn en Samfylking og Björt framtíð bæta við sig. Samfylking er nú með um 20% fylgi en Framsókn 16% en hafði 24% í kosningunum.Sjálfstæðisflokkurinn heldur hins vegar fylginu sem hann hafði í kosningunum.VG er með 13,6%.

Hvers vegna er fylgið að hrynja af Framsókn? Jú,það er vegna þess að kjósendur hafa ekki trú á því að flokkurinn standi við stóra kosningaloforðið,sem flokkurinn gaf í kosningunum,þe. skuldaleiðréttingu fyrir heimilin.Ummæli leiðtoga stjórnarinnar undanfarið hafa ekki verið á þann veg,að búast megi við skuldaleiðréttingum á næstunni.Sigmundur Davíð forsætisráðherra sagði í viðtali við Reuter,að uppgjör við þrotabúin gæti tekið mörg ár og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur talað þannig,að ekkert mundi gerast í þessum málum á næstunni.Spurningin er þessi: Var Framsókn að draga kjósendur á asnaeyrunum?

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband