Þriðjudagur, 5. nóvember 2013
Lægstu laun verði 210 þús. á mánuði
Starfsgreinasambandið hefur lagt fram kjarakröfur sínar vegna væntanlegra kjarasamninga. Sambandið fer fram á,að lægstu laun verkafólks hækki í 210 þús. kr. á mánuði.Það er 20 þús. kr. hækkun eða kringum 10%.Atvinnurekendur ætla vitlaausir að verða vegna þessarar kröfu.Þeir vilja halda kaupi láglaunafólks niðri og nota þá röksemd,að það valdi verðbólgu að hækka laun þeirra lægst launuðu,sem búa við sultarkjör.Atvinnurekendum væri nær að berjast gegn launahækkunum bankafólks en þar er nú byrjuð sama þróun og fyrir hrun; búið að taka upp kaupauka og bónusa eins og áður og ekki verið að tala um neina smáaura eins og hjá verkafólki.En það er ekki von,að fólk,sem er með milljón á mánuði og mun meira skilji aðstöðu þeirra,sem verða að lifa af 190 þús. kr. á mánuði fyrir skatt.Enda þótt lægstu laun mundu hækka í 210 þús. á mánuði yrðu þau aðeins hin sömu og bætur aldraðra og öryrkja hjá almannatryggingum,þ.e. hjá þeim,sem, hafa aðeins bætur TR að lifa af og hér er verið að tala um tekjur fyrir skatt.Það eru ekki margir,sem geta lifað af svo lágum upphæðum mánaðarlega.Ég tel kröfur Starfsgreinasambandsins eðlilegar og sanngjarnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.