Efst á baugi kynnt fyrir eldri borgurum

Í dag  las ég upp úr bók minni Efst á baugi í Félagi eldri borgara í Reykjavík.Var það á Söngvöku félagsins en þar halda um stjórnvöl þeir Sigurður Jónsson og Baldur Óskarsson.Las ég upp úr bók minni í kaffihléi Söngvökunnar.40-50 manns voru mættir.Guðmundur,sonur minn,var með mér og tókum við þátt í söngnum eftir kaffihlé. Ég las úr upphafi bókarinnar,þar sem ástandinu er lýst hjá foreldrum mínum og fjölskyldu í kreppunni miklu, en afleiðingar hennar bárust hingað til lands.Þá las ég úr kafla sem heitir "Stjórnmálaáhugi vaknar" og að lokum úr kaflanum "Borgin vinnst". Undirtektir við upplesturinn voru góðar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband