Laugardagur, 16. nóvember 2013
Mjög góð þjónusta á Landspítalanum
Fyrir stuttu lærbrotnaði ég og var lagður inn á Landspítalann til aðhlynningar.Var ég þar í rúma viku og kom heim sl. fimmtudag.Læknar gerðu að beinbrotinu og hjúkrunarfólk veitti mér frábæra þjónustu.Var þjónusta lækna og hjúkrunarfólks á Landspítalanum öll eins og best verður á kosið.Mér varð hugsað til þess á meðan ég lá á Landspítalanum hvað umræðan um spítalann er oft neikvæð.Miðað við allt það frábæra starf,sem unnið er á spítalanum mætti umræðan um spítalann vera jákvæðari.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.