Styttist í stóra loforð Framsóknar!

Nú styttist í að stóra kosningaloforð Framsóknar verði efnt eða a.m.k. að sagt verði hvernig á að efna það.Sumarþingið kaus nefnd til þess að fjalla um málið og hún á að skila áliti í þessum mánuði.Þetta er einhvers konar sérfræðinganefnd, sem fjallar um hvort og hvernig unnt sé að efna stóra kosningaloforð Framsóknar um að leysa skuldavanda heimilanna með allsherjar niðurfærslu húsnæðisskulda.Hætt er við, að álit sérfræðinganefndarinnar verði það að  athuga eigi og kanna  hvort unnt sé að ná fjármunum út úr þrotabúum föllnu bankanna.Slík athugun getur tekið langan tíma og alls óvíst hver niðurstaðan yrði.Ekki er heldur einhugur í stjórnarliðinu um slíka leið.Brynjar Nielsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sagði t.d. um helgina,að hann hefði ekki trú á þessari leið.Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki sýnt mikinn áhuga á þessari leið.Ef íslenska ríkið fær fjármuni út úr þrotabúum föllnu bankanna,sem er alls óvíst, vilja margir nota þá fjármuni til þess að greiða niður skuldir ríkisins. Margir hagfræðingar telja,að það mundi valda verðbólgu ef allsherjar niðurfærsla skulda ætti sér stað.Það er því alls ekki séð nú 17.nóvember, hvort eða hvernig stóra kosningaloforð Framsóknar verður efnt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband