Sigmundur og Már komnir í hár saman!

Már Guðmundsson seðlabankastjóri kom fyrir efnahags-og viðskiptanefnd alþingis.Hann sagði þar,að ekki mætti láta Seðlabankann greiða  niðurfærslu skulda almennings með kaupum á skuldabréfi.Það væri ekki löglegt.Sigmundur Davíð forsætisráðherra brást ókvæða við þegar hann heyrði ummæli Seðlabankastjóra og sagðist ekki mundu láta Seðlabankann  stöðva skuldaniðurfærslu fyrir almenning. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kveðst hins vegar sammála Seðlabankanum í þessu efni. Árni Páll Árnason  sagði,að Sigmundur Davíð  hefði í raun verið að skamma Bjarna Ben. þegar hann virtist vera að skamma Má Guðmundsson Seðlabankastjóra. Ef til vill er það rétt.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband