Ríkisstjórnin gerir ekkert!

Þegar núverandi stjórnarflokkar voru að reyna að ná völdum vantaði ekki stóru orðin um allt,sem þeir ætluðu að gera.Þeir ætluðu sko að koma hjólum aðvinnulífsins í gang.Þeir ætluðu að auka fjárfestingu,auka stóriðju,færa niður skuldir heimilanna og leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja svo það helsta sé nefnt.En hvað hefur gerst? Það hefur ekkert gerst.Ríkissjórnin hefur verið aðgerðarlaus.Einstakir ráðherrar hafa verið mjög kokhraustir í munninum og talað eins og mikið væri að gerast  en þegar grannt hefur verið skoðað hefur þetta verið froðan ein.

Ríkisstjórnin er ekki farin að koma neinum hjólum atvinnulífsins í gang enn.Hún lifir á þeim hagvexti,sem fyrri ríkisstjórn skapaði.Hún hefur ekki skilað öldruðum og öryrkjum meira en 1,7 milljörðum af þeim 34 milljörðum,sem hafðir voru af lífeyrisþegum sl. 4 ár. Stjórnarflokkarnir lofuðu að skila þessu öllu en þeir hafa svikið það.Fróðlegt verður að sjá hvort ríkisstjórninni   gengur betur að  efna stóra loforðið um að leysa skuldavanda heimilanna.Það kemur í ljós í næstu viku.Við bíðum spennt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband