Fimmtudagur, 28. nóvember 2013
Skuldaniðurfærslan skreppur saman!
Morgunblaðið segir frá því í morgun,að samkomulag sé um það milli stjórnarflokkanna,að 130 milljarðar verði settir í skuldamál heimilanna,helmingurinn í skattaleiðina og helmingur í skuldaniðurfærslu.Samkvæmt því eru 300 milljarðarnir komnir niður í 65 milljarða!Síðan veit enginn hvort eða hvenær 65 milljarðarnir verða greiddir út.Það fæst ekkert úr þrotabúum föllnu bankanna í bráð,gæti tekið mörg ár.Og Seðlabankinn neitar að fjármagna niðurfærslu skulda.Ég spái því að á væntanlegum blaðamannafundi um mál þetta,á morgun eða laugardag verði miklar umbúðir utan um lítið innihald.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Útreikningar þínir um töfina vegna Icesave kváðu á um a.m.k. 60 milljarða. Hefði íslenska þjóðin borið þá gæfu til að þingmenn hefðu allir veirð inni á því að semja við Breta og Hollendiga þá hefðum við fyrr komist út úr vandræðunum vegna Icesave. En þetta mál var dregið niður í táradal tilfinninga á verstu þjóðrembunótum sem nokkurs staðar mátti finna norðan Alpafjalla. Og Bessastaðayfirvaldið hjó tvívegis í sama knérunn.
Þessar 60 miljarðar er tæpur helmingur af endanlegu kosningaloforði SDG. Mér hefur oft verið hugsað hvert þessi maður er að draga heila þjóð á asnaeyrunum. Nú á að taka gríðarlega fjármuni sem ekki er að sjá að séu neins staðar til, eru kannski þarna eða þarna. Í biblíunni er varað við stranglega að byggja hús á sandi. hér er verið að byggja framtíðarsýn heillrar þjóðar á tómu lofti. Slíkt voru nefndir loftkastalar.
SDG vir'ist vera viðkvæmur fyrir gagnrýni hvort sem er innanlands eða að utan. Hagfræðisérfræðingur Danske bank hefur kveðið upp sína gagnrýni að nýju og telur Íslendinga ekkert hafa lært af mistökum. Og nú vill SDG stífa RÚV við nögl, Kastljós og Spegill RÚV þar sem hefur farið fram mjög góð umræða um þjóðfélagsmál er gert að minnka við sig sem og allur fréttaflutningur. Fólkið þyrpist niður að Útvarpshúsi, mótmælir og vill hafa sitt RÚV áfram. Nú er SDG kominn í svipuð spor og Aðalsteinn Englandskonungur forðum sem endaði sinn feril að vara með ófriði gegn eigin þjóð.
Það kæmi mér ekki á óvart að sá sami SDG gangi grenjandi út úr Stjórnarráðinu einn góðan veðurdag og kannski með Bjarna af Engeyjarættinni á hæla sér.
Von um betri stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 28.11.2013 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.