Skuldaleiðréttingin:Aðeins brot af því,sem lofað var!

Fylgi Framsóknarflokksins sveiflast mjög um þessar mundir,ef marka má skoðanakannanir.Fylgið var komið niður í 13%,þegar kjósendur töldu,að Framsókn ætlaði að svíkja stóru kosningaloforðin.Síðan,þegar flokkurinn hélt mikla flugeldasýningu í Hörpu og kynnti skuldaleiðréttingu með ábyrgð ríkisins,fór fylgið upp í 20%. Sjálfstæðisflokkurinn seig að vísu niður í 23%. Samfylkingin var þá með 16%. --Skuldaleiðréttingin fær misjafnar undirtektir. Ljóst er,að  þessi "leiðrétting" gagnast aðeins vissum hópum.Leigjendur fá  ekkert og heldur ekki þeir sem eiga skuldlaust húsnæði. Síðan dregst frá það, sem menn hafa fengið áður.Ég spurði 3 menn hvað þeir fengju mikla leiðréttingu.Svörin voru þessi:Sá fyrsti sagði.Ég fæ ekkert, þar eð ég fékk meira  en 4 milljónir út úr 110% leiðinni hjá fyrri ríkisstjórn.Sá næsti sagði: Greiðslubyrði mín lækkar um 10 þús. kr. á mánuði.Sá þriðji sagði:Greiðslubyrði mín lækkar um 5 þús. kr. á mánuði. Þá munar um allt,sem hafa litla peninga. En 5-10 þús. kr. lækkun á greiðslubyrði á mánuði getur ekki talist mikið.Skattaleiðin gagnast aðeins vissum hópum.Láglaunafólk hefur ekki getað lagt fyrir í séreignasparnað og leigjendur yfirleitt ekki heldur.Það eru frekar þeir efnameiri eða þeir, sem hafa góð laun,sem geta tekið þátt í séreignasparnaði. Og menn þurfa að athuga það, að þegar er verið að leggja peninga úr séreignasparnaði inn á greiðslu húsnæðislána þá eru menn að ráðstafa sínum eigin peningum.

Steingrímur J.Sigfússon segir,að  skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar sé aðeins  1/4-1/3 af því,sem lofað var í kosningabaráttunni.Þetta hefur því skroppið mikið saman.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband