Ríkisstjórnin sker af barnabótum og vaxtabótum!

Ríkisstjórnin skipaði sérstakan hagræðingarhóp,sem átti að gera tillögur um sparnað í ríkisrekstri.Og síðan var sérstakur aðstoðarráðherra forsætisráðherra skipaður til þess að vinna að framgangi tillagna hagræðingarhópsins.En það virðist ekkert gagn hafa verið í þessum hagræðingarhópi og aðstoðarráðherrann  einnig verið gagnslítill.Þegar að því kom að láta Landspítalann fá aukið fé,m.a. vegna þess að ríkisstjórnin strikaði út 600 millj. kr. framlag til tækjakaupa á spítalanum þá var ekki gripið í tillögur hagræðingarnefndarinnar.Nei þá gerði ríkisstjórnin sér lítið fyrir og skar niður framlög til barnabóta og vaxtabóta um 600 millj.kr.  og skar ennfremur niður framlög til þróunarsamvinnu um 700 millj.kr. Það var sem sagt ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur.Þegar fjármálaráðherra,Bjarni Benediktsson, fylgdi fjárlagafrumvarpinu úr hlað,i vitnaði hann í Seðlabankann og sagði,að barnafjölskyldur ættu erfiðast með að láta enda ná saman.Þess vegna yrðu barnabætur ekki skertar.En það stóð ekki lengi.Nú er ráðist á barnabæturnar og þær skornar niður.Árásin á vaxtabæturnar er jafnfurðuleg,þar eð það var verið að tilkynna aðgerðir til niðurfærslu á skuldum heimila.Skerðing vaxtabóta gengur þvert á þær aðgerðir og skerðir það,sem heimilin fá út úr skuldaniðurfærslunni.

Það er einnig mjög gagnrýnisvert,að ríkisstjórnin skuli skerða framlag til þróunarsamvinnu um 700 millj.kr.Ísland hefur samþykkt að leggja 0,9% af þjóðarframleiðslu í þessa aðstoð eins og vestræn ríki,sem við berum okkur saman við,hafa gert.Þrátt fyrir vissa erfiðleika hér telst Ísland ríkt land og hefur efni á 0,9% af þjóðarframleiðslu til þróunarsamvinnu eins og önnur vestræn lönd.Það er nokkuð í land að við náum þessu marki.Við höfum unnið að þróunarsamvinnu í löndum þar sem erfitt er að fæða og klæða börn,vatn er af skornum skammti og heilbrigðiskerfi og skólakerfi í molum.Sigurður Guðmundsson,fyrrv. landlæknir,segir að það muni mikið um aðstoð Íslands en hann var um skeið að vinna í Malavi og þekkir málin þar.Hagvöxtur á Islandi er nú með því hæsta,sem þekkist í Evrópu. En samt lætur Ísland sér sæma að skera niður framlag til þróunarsamvinnu í Afríku.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefði ekki verið réttmætt og eðlilegt að ríkisstjórn Íslands hefði gengið á undan með góðu fordæmi og sleppt afturvirkum hækkunum til sjálfra sín og notað peningana til góðs. KJARARÁÐ hefði líka getað gengið fram með góðu fordæmi og lagt allar hækkanir til hliðar og látið börn jarðar njóta góðs af. Í stað þess að blóðmjólka öryrkja og aldraða sjálfum sér góðs ?

Helga Björk Magnúsdóttir og Grétudóttir (IP-tala skráð) 12.12.2013 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband