Fimmtudagur, 12. desember 2013
Eigum 60 ára brúðkaupsafmæli í dag
Við Dagrún Þorvaldsdóttir,konan mín, eigum 60 ára brúðkaupsafmæli í dag. Það er demantsbrúðkaup.Við vorum gefin saman í hjónaband 12.desember 1953 af séra Bjarna Jónssyni,vígslubiskup.Athöfnin fór fram á heimili hans í Lækjargötu.Við sama tækifæri var Þorvaldur,elsti sonur okkar, skírður.Séra Bjarni var ömmubróðir Dagrúnar og því var hann í fjölskyldunni.Giftingarathöfnin var látlaus en falleg.Hún hefur enst í 60 ár.Viðstaddir voru aðeins foreldrar okkar beggja og Áslaug,kona séra Bjarna en hún lék á hljóðfæri undir söng. Í fyrra á 59 ára brúðkaupsafmæli okkar bauð ég Dagrúnu út að borða í Lækjarbrekku.En núna á 60 ára afmælinu munum við snæða hátíðarmálsverð heima í Katrínarlind en Guðmundur sonur okkar eldar.Við Dagrún eigum 6 syni.Auk Þorvaldar og Guðmundar eru það Björgvin,Þórir,Rúnar og Hilmar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.