Föstudagur, 13. desember 2013
Efst á baugi á jólagleði jafnaðarmanna
Jólagleði jafnaðarmanna var haldin í miðstöð Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg 1 í dag.Björgvin Guðmundsson las upp úr bók sinni Efst á baugi.Var gerður góður rómur af upplestrinum.Ætlunin var að Össur og Jónínu Leos mundu einnig lesa upp úr bókum sínum en þau forfölluðust bæði. Í stað þeirra lásu Einar Karl Haraldsson og Silja Aðalsteinsdóttir upp úr bókum þeirra. Mjög góð stemmning var á jólagleðinni og aðsókn ágæt.Framámenn flokksins mættu,svo sem Árni Páll Árnason,formaður Samfylkingarinnar og Dagur B.Eggertsson formaður borgarráðs og leiðtogi Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur.Tveir elstu synir Björgvins,þeir Þorvaldur og Guðmundur, sóttu jólagleðina ásamt föður sínum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.