Stjórnarandstaðan knúði fram desemberuppbót

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom  í sjónvarpið í gærkveldi og sagði,að ekki væri unnt að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót. Peningar væru ekki til.Stuttu síðar kom Sigmundur Davíð forsætisráðherra í sjónvarpið og sagði þveröfugt.Hann sagði,að unnt yrði að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót.Það væru gleðifréttir. Hvað var hér að gerast? Menn eru að vísu orðnir vanir því, að leiðtogar ríkisstjórnarinnar tali í sinn hvora áttina.En var þetta ekki einum of.  Skýringin  kom um kvöldið:

Stjórn og stjórnarandstaða náði samkomulagi um þinglok fyrir jólin. Og það var ein helsta krafa stjórnarandstöðunnar í tengslum við jólaleyfið,að desemberuppbót til atvinnuleitenda yrði  greidd. Það var samþykkt?

 Björgvin Guðmundsson 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband