ESB: Viðræðum við Ísland ekki slitið

Það vakti talsverða athygli,þegar Sigmundur Davíð forsætisráðherra steig í pontu á alþingi að sagði,að ESB hefði slitið aðildarviðræðunum við Ísland.Sigmundur Davíð sagði,að þar sem ESB hefði ákveðið að hætta að greiða IPA styrki til Íslands jafngildi það yfirlýsingu um viðræðuslit.Framkvæmdastjórn ESB hefur nú leiðrétt forsætisráðherrann.Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar sagði í gær,að aðildarviðræðum Íslands og ESB hefði ekki verið slitið.Ísland hefði gert hlé á þeim en ESB væri hvenær sem er tilbúið að hefja þær á ný.ESB vildi fá Ísland í sambandið og teldi að aðild væri beggja hagur.Þá liggur það hreint fyrir.Þrátt fyrir margar neikvæðar yfirlýsingar utanríkisráðherra um ESB hefur ESB ekki snúið baki við Íslandi. Sambandið er hvenær sem er tilbúið til þess að halda viðræðum við Ísland áfram. En sambandið virðir þá ákvörðun Íslands að gera hlé á viðræðunum.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband