Föstudagur, 20. desember 2013
Efst á baugi í Útvarpi Suðurland
Björgvin Guðmundsson las upp úr bók sinni,Efst á baugi, í Útvarpi Suðurland í gær.Hann las nokkra kafla úr bók sinni.Einnig tók Valdimar Bragason starfsmaður útvarpsins viðtal við Björgvin um bókina.Ræddu þeir m.a. vinstri meirihlutann í Reykjavík 1978-1982,sem felldi Sjálfstæðisflokkinn eftir hálfrar aldar valdatímabil flokksins.Björgvin var einn af leiðtogum vinstri meirihlutans og varð formaður borgarráðs eftir valdaskiptin. Einnig var Björgvin formaður útgerðarráðs,hafnarstjórnar og launamálanefndar.Hann hafði því atvinnumálin og launamál borgarstarfsmanna á sinni könnu.Valdimar ræddi við Björgvin um blaðamannsferil hans og störf í stjórnarráðinu en þar vann hann í tæpa 3 áratugi,í viðskiptaráðuneyti,þar sem hann var skrifstofustjóri og í utanríkisráðuneyti,þar sem hann var m.a. sendifulltrúi.Björgvin var í 3 ár sendifulltrúi við sendiráð Íslands í Osló.Björgvin var tæp 10 ár blaðamaður á Alþýðublaðinu en í 1 ár fréttastjóri á Vísi.Þá annaðist hann ásamt Tómasi Karlssyni útvarpsþáttinn Efst á baugi í 10 ár,frá 1960-1970.Það var vikulegur útvarpsþáttur,sem naut mikilla vinsælda.Valdimar Bragason sagðist hafa hlustað á þáttinn,þegar hann var ungur og beðið eftir þættinum með eftirvæntingu í hverri viku.Bók Björgvins ber nafn þáttarins,Efst á baugi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.