Föstudagur, 20. desember 2013
Lesið úr Efst á baugi í Sunnlenska bókakaffinu
Það var skemmtilegt bókakvöld í Sunnlenska bókakaffinu í gærkveldi.Bjarni Harðarson hafði boðið mörgum höfundum að lesa upp úr bókum sínum.Fyrstur las Björgvin Guðmundsson.Hann las nokkra kafla úr bók sinni Efst á baugi en Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra rak lestina.Aðrir höfundar sem lásu upp voru þessir:Guðjón Ragnar Jónasson,Bjarki Bjarnason,Þórunn Erla Valdimarsdóttir og Sigrún Elíasdóttir.Ræða Guðna Ágústssonar var mjög skemmtileg og ljóst,að hann hefur náð góðum tökum á samkvæmisræðum.Hann lét mörg hlý orð falla til Björgvins Guðmundssonar og undirstrikaði að Björgvin hefði alla sína tíð verið baráttumaður fyrir bættum kjörum launafólks og þeirra,sem minna mega sín.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.