Lesið úr Efst á baugi í Sunnlenska bókakaffinu

Það var skemmtilegt bókakvöld í Sunnlenska bókakaffinu í gærkveldi.Bjarni Harðarson hafði boðið mörgum höfundum að lesa upp úr bókum sínum.Fyrstur las Björgvin Guðmundsson.Hann las nokkra kafla úr bók sinni Efst á baugi en Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra rak lestina.Aðrir höfundar sem lásu upp voru þessir:Guðjón Ragnar Jónasson,Bjarki Bjarnason,Þórunn Erla Valdimarsdóttir og Sigrún Elíasdóttir.Ræða Guðna Ágústssonar var mjög skemmtileg og ljóst,að hann hefur náð góðum tökum á samkvæmisræðum.Hann lét mörg hlý orð falla til Björgvins Guðmundssonar og undirstrikaði að Björgvin hefði alla sína tíð verið baráttumaður fyrir bættum kjörum launafólks og þeirra,sem minna mega sín.

 

Björgvin Guðmundsson 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband