Óeining um nýjan kjarasamning

Skrifað var undir nýjan kjarasamning til eins árs í gærkveldi.5 verkalýðsfélög neita að skrifa undir samninginn,telja hann ganga af skammt.Þar á meðal er Verkalýðsfélag Akraness.Samkvæmt nýja samningnum hækka laun um 2,8% almennt en lægstu laun um 5%.Lágmarkslaun hækka um 9750 kr. á mánuði en laun þeirra,sem hafa 230 þús. og meira á mánuði hækka um 8000 kr. Ríkisstjórnin gerði lítils háttar lagfæringar fyrir þá tekjulægstu í skattamálum en neitaði að hækka skattleysismörkin en sú hækkun hefði komið öldruðum og tekjulægsta fólkinu best.-Verkalýðsfélag Akraness telur,að mikill gróði útgerðarinnar í ár hefði átt að gera atvinnurekendum kleift að samþykkja mun meiri launahækkun en afgangur útgerðarinnar er 80 milljarðar í ár.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband