Mánudagur, 23. desember 2013
Helgaði líf sitt baráttu fyrir jöfnuði og félagshyggju
Við grípum aftur niður í ritdóm Björgvins G.Sigurðssona á Pressunni um bók Björgvins Guðmundssonar,Efst á baugi,æviminningar.Ritdómari segir: Björgvin gerir skýra og skemmtilega grein fyrir helstu atriðum á löngum og litríkum ferli.Bókin spannar lífshlaup jafnaðarmanns,sem elst upp í fátækt og öryggisleysi íslenskrar alþýðu,sem helgar líf sitt baráttu fyrir jöfnuði og félagshyggju og bættum kjörum þeirra,sem minna mega sín.Það er rauði þráður bókarinnar,sem er ofinn frásögn af lífshlaupi þessa dugmikla hugsjónamanns
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.