Jólaboð á Selfossi

Fjölskyldan okkar Dagrúnar hélt jólaboð sitt á jóladag á Selfossi, að þessu sinni,hjá Hilmari og Sjöfn.Það er í fyrsta sinn,sem jólaboðið á jóladag er haldið utan Reykjavíkur.Jólaboðið tókst vel,Sjöfn og Hilmar höfðu veg og vanda af undirbúningi en allir komu með eitthvað í veisluna eins og áður.Þessi siður,að fjölskyldan öll hittist á jóladag hefur haldist allan okkar búskap en á síðari árum hefur veislan verið haldin hjá einhverjum af sonum okkar.Áður var hún alltaf hjá okkur.

Nú voru 3 af barnabörnum okkar nýbúin að eignast börn,þ.e. Steinunn,Lena Björg og Ólöf.Þær treystu sér ekki til þess að fara til Selfoss.Mummi ákvað að vera einnig í Reykjavík,Steinunni til samlætis.Við Dagrún vorum hjá Þóri og Unni á aðfangadagskvöld.Þar voru  einnig Valdi og Mummi. En það var of erfitt ferðalag fyrir Dagrúnu að fara til Selfoss á jóladag,svo hún borðaði hátíðarmatinn á Mörk í hádegi á jóladag.Það var hangikjöt en Dagrúnu hefur alltaf líkað mjög vel við það.

Veislan á Selfossi tókst mjög vel.Við fengum jólakveðjur frá Björgvin og Pirjo. En eftir veisluna fórum við Valdi að að heimsækja mömmu og Mummi kom einnig  í heimsókn.Jóladagur tókst því vel.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband