Sunnudagur, 29. desember 2013
Á að svíkja aldraða og öryrkja eina ferðina enn?
Í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga gaf ríkisstjórnin yfirlýsingu um framlag ríkisins til nýrra kjarasamninga.Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gaf sambærilega yfirlýsingu fyrir 3 árum var því lýst yfir af hálfu ríkisstjórnarinnar,að lífeyrir aldraðra og öryrkja mundi hækka samnsvarandi og lægstu laun hækkuðu.Engin slík yfirlýsing var gefin nú.Lífeyrisþegar virðast hafa gleymst eða ætlunin að svíkja þá eina ferðina enn,þar eð samkvæmt lögum eiga þeir að fá sambærilega hækkun og hinir lægst launuðu.Fyrir 3 árum fórum við nokkrir fulltrúar kjaranefndar FEB og kjaramálanefndar LEB á fund forseta ASÍ,Gylfa Arnbjörnssonar,og fórum fram á það,að ASÍ mundi krefjast þess af ríkisvaldinu,að lífeyrir hækkaði samsvarandi hækkun lægstu launa.ASÍ samþykkti þetta og knúði málið fram í viðræðum við þáverandi ríkisstjórn.Mér er ekki kunnugt um að slík krafa hafi verið borin fram nú.Nú hafa lífeyrisþegar gleymst og ekkert bólar á því að þeir eigi að fá sambærilega hækkun og láglaunafólk.En ennþá má knýja þá kröfu fram. Og það verður að gerast.Lífeyrisþegar eiga sinn rétt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:16 | Facebook
Athugasemdir
Áramótaávarp SDG í gærkveldi lýsir þessum tvískinnungi stjórnvalda vel. SDG telur lægstu laun vera of lág en ekki beitir hann sér sérstaklega að jafn kjör landsmanna. Fremur er dreginn taumur hátekjumanna að ekki sé útgerðarmönnum gleymt.
Mér fannst bæði ávörpin hjá SDG og ÓRG forseta byggjast meira og minna á þessari gamaldags þröngsýni. ÓRG vil einhverja samstöðu og þá um hvað? Að áfram dragi í sundur með launakjörum landsmanna?
Viðtalið við Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrum forsætisráðherra á rás 1 í gær, Gamlársdag var mjög gott og fræðandi. Þar fór hún yfir stjórnmálaferil sinn og dró ekkert undan. Og mikið mættu núverandi ráðamenn læra af þessum þingskörungi, einnig gamall stjórnmálarefur eins og ÓRG. Hann mætti læra að hlusta einnig á þá sem vilja efla lýðræði og jafna kjörin.
Með bestu nýjárskveðjum og þeirri frómu ósk að við fáum sem fyrst nýja og betri ríkisstjórn sem sinnir allri þjóðinni betur.
Guðjón Sigþór Jensson, 1.1.2014 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.