Við Jóhanna,ágæt bók

Ég var að ljúka við að lesa bókina Við Jóhanna eftir Jónínu Leosdóttur.Þetta reyndist hin ágætasta bók og var meira að segja spennandi á köflum.Athyglisverðasti kaflinn í bókinni fjallar um tilhugalíf Jóhönnu og Jónínu og átökin og erfiðleikana við það að ná saman.Erfiðleikarnir tengdust að sjálfsögðu að verulegu leyti opinberri þátttöku Jóhönnu Sigurðardóttur í stjórnmálum og tíðarandanum.En þær Jóhanna og Jónína náðu að lokum alveg saman og gengu í hjónaband,sem vakti athygli um allan heim, þar eð Jóhanna var þá forsætisráðherra.Ef ég hefi haft einhverja fordóma gagnvart samkynhneigðum áður en ég las bókina eru þeir horfnir eftir lestur bókarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband