Föstudagur, 10. janúar 2014
Hækka verður lægstu laun verulega!
Kjarasamningar þeir,sem gerðir voru um áramót, hafa valdið deilum vegna þess hve litlar kjarabætur þeir fela í sér.Samið var um 2,8 prósent kauphækkun og örlítið meiri hækkun fyrir þá lægst launuðu.Þetta er minni hækkun en nemur verðbólgunni en hún er nú 4,2 prósent.Á sama tíma og þetta gerist eru framleiðendur og innflytjjendur vöru að hækka vöruverð,þannig að kauphækkunin verður uppurin áður en hún kemur til framkvæmda! Aðilar vinnumarkaðarins segja ,að ekki megi hækka launin meira, þar eð þá fari verðbólgan af stað.En lægstu laun er svo lág,að það er ekki unnt að lifa af þeim.Það verður því ekki komist hjâ því að hækka lægstu laun myndarlega.Það er aðeins um tvennt að ræða: Myndarleg hækkun lægstu launa eða stórhækkun persónuafsláttar,sem mundi lækka skatta verulega.Ríkisstjórnin neitaði að hækka persónuafsláttinn umfram verðlagshækkun og þá er aðeins kauphækkunarleiðin eftir.Samningur sá,sem gerður var, er bráðabirgðasamningur eða aðfararsamningur.Aðalsamningurinn er eftir.Það verður ekki samið um neina smáaura í þeim samningi.Það verður samið um kaup,sem hinir lægst launuðu geta lifað af.Annað er ekki inni í myndunni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:28 | Facebook
Athugasemdir
Þessar prósentuhækkaniir eru kolrangar og ósanngjarnar, t.d. hækkar Gylgi hjá ASÍ um rúmlega 30 þúsund á mánuði meðan láglaunafólk hækkar undir 10 þúsund, hvaða réttlæti er það ?
Er með góða lausn held ég, hvað ef boðin væri 12-15 þúsund króna hækkun á öll laun lægri en 350.000 á mánuði og aðriri fengju ekkert í þetta sinn, mundi hækka lægstu aðeins og minnka launamun eitthvað en þetta þarf að gera í nokkrum þrepum. Það er fáránlegt að fólk með milljón og meira fá allatf stærstu hækkunina.
Skarfurinn, 10.1.2014 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.