Laugardagur, 11. janúar 2014
Efna verður mikilvægasta kosningaloforðið við aldraða strax!
Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík gerði bókun um kjaramál í gær. Þar voru dregin saman brýnustu kjaramál aldraðra og öryrkja.Nefndin telur brýnasta kjaramálið í dag, að ríkisstjórnin efni stærsta kosningaloforðið frá síðustu alþingiskosningum,þ.e. að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar krepputímans (sl. 4-5ár).Báðir stjórnarflokkarnir,Sjálfstæðisflokkur og Framsókn samþykktu á flokksþingum sínum fyrir kosningar,að leiðrétta ætti kjaragliðnun kreppuáranna,ef þessir flokkar kæmust til valda. Nú er komið að skuldadögum.Með kjaragliðnun er átt við það, þegar laun hækka miklu meira en lífeyrir.Svo mikið misvægi var í þessu efni á krepputímanum,að hækka þarf lífeyri aldraðra og öryrkja í dag um 20% til þess að jafna metin. 20% hækkun hjá einhleypum ellilífeyrisþega,sem eingöngu hefur tekjur frá almannatryggingum, þýðir 42.000 kr hækkun á mánuði.Aldraða munar um þá fjárhæð.Kjaranefnd FEB krefst þess,að þessi leiðrétting verði gerð strax eins og lofað var í kosningabaráttunnu.
Á fundi kjaranefndar FEB í gær var Hörður Gunnarsson formaður Sambands eldri framsóknarmanna,gestur fundarins.Hann staðfesti,að samþykkt var á flokksþingi Framsóknar fyrir kosningar að leiðrétta ætti kjaragliðnun,sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir á krepputímanum.Það er komið að því að efna þetta stóra kosningaloforð.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Því miður tel eg borna von að trúa fagurgala Framsóknar. Þetta er einhver sá versti lyga og blekkingarflokkur sem við sitjum uppi með. Þeir virðast vera á móti lýðræði, viðræðum við Evrópusambandið, nýrri skynsamlegri stjórnarskrá, náttúruvernd og varkárni við ákvarðanir sem sem þrengja að náttúru landsins. Þeim virðist ekkert vera heilagt, eru á móti skynsamlegri umræðu, þeir telja sig hafa meira vit en fólkið í landinu og beri því að taka ákvarðanir án þess að bera undir kóng eða prest. Það sem verst er hve kjósendur láta blekkja sig auðveldlega. Þessi Framsóknarflokkur er samansafn öfgamanna sem vilja brjóta niður náttúruvernd sem og ákvörðunarrétt einstaklingsins. Og furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn vill samstarf við svona andlýðræðislegt lið. En Bjarna þyrsti í völdin, því miður bar sá þorsti skynsemina ofurliði.
Guðjón Sigþór Jensson, 12.1.2014 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.