Klipið af hækkunum til aldraðra og öryrkja

Björgvin Guðmundsson skrifar grein í DV í gær um málefni aldraðra og öryrkja.Þar segir svo: 

 

Skrifað var undir nýja kjarasamninga til skamms tíma fyrir áramót.ASÍ og SA skrifuðu undir. En 5 verklýðsfélög innan ASÍ neituðu að skrifa undir, þar eð þau töldu samningana ganga of skammt.Samkvæmt samningunum hækka laun um 2,8% en lágmarkslaun hækka um tæpar 10 þús. kr. á mánuði eða tæp 5%.Verkalýðshreyfingin setti fram kröfu gagnvart ríkisvaldinu um myndarlega hækkun skattleysismarka, sem er besta kjarabót láglaunafólks og aldraðra  en þeirri kröfu var hafnað.Bætur almannatrygginga eiga að hækka frá sl. áramótum.Er hækkun þeirra nokkru lægri en nemur hækkun lægstu launa. 
 
 Lífeyrir aldraðra hefði átt að hækka um 5%

Í lögum segir,að við  hækkun lífeyris eigi að taka mið af hækkunum  launa en hækkun lífeyris skuli þó aldrei vera minni en hækkun vísitölu neysluverðs. Tilkynnt hefur verið,að bætur almannatrygginga muni hækka um 3,6% frá áramótum.Það nær ekki hækkun verðlags, þar eð verðbólgan er nú 4,2%.Það er undarleg tilhneiging stjórnvalda til þess að klípa alltaf af hækkunum til aldraðra og öryrkja.Það er eins og stjórnvöld telji ,að lífeyrisþegar séu ofhaldnir af þessum smánarskömmtum, sem þeir fá frá almannatryggingum.Auðvitað hefði lífeyrir aldraðra og öryrkja átt að hækka um 5% eins og lágmarkslaun.Það hefði verið eðlilegt. 
 
Lægstu laun hækka um tæp 10 þús.á mánuði en lífeyrir um 6500- 7650 kr.! 
 
Samkvæmt hinum nýja kjarasamningi,sem undirritaður var fyrir áramót, eiga lægstu laun að hækka um  9.750 kr. Ellilífeyrisþegar og örorkulífeyrisþegar, sem ekki hafa aðrar tekjur en frá TR, eiga því að mínu mati að fá sömu hækkun. En þar vantar nokkuð upp á.Einhleypur ellilífeyrirþegi,sem einungis hefur tekjur frá almannatryggingum fær 7.650 kr. á mánuði  fyrir skatt í hækkun en sá, sem er í hjúskap eða sambúð fær einungis rúmar 6500 kr. á mánuði í hækkun fyrir skatt. 

 

Leiðrétting vegna kjaragliðnunar kostar 20% hækkun lífeyris  strax! 

 

Enn er  eftir að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar kreppuráranna.Hækka þarf lífeyri strax um 20% til þess að standa við loforð um þá leiðrétttingu.Það mundi þýða 42 þús. kr. hækkun á mánuði hjá einhleypum ellilífeyrisþega,sem eingöngu hefur tekjur frá almannatryggingum.Það munar um þá fjárhæð fyrir  lífeyrisþega. Málið var rætt á síðasta fundi kjaranefndar Félags eldri borgara.Nefndin telur,að loforðið,sem stjórnarflokkarnir  gáfu  fyrir kosningar um að leiðrétta þessa kjaragliðnun sé það mikilvægasta,sem gefið var lífeyrisþegum í kosningabaráttunni.Samþykkt var á flokksþingum beggja stjórnarflokkanna að kjaragliðnunin yrði leiðrétt strax eftir kosningar,ef þessir flokkar kæmust til valda.Nú er komið að skuldadögum. Það verður að efna þetta kosningaloforð strax.Aldraðir geta ekki beðið.( Kjaragliðnun: Laun hækka miklu meira en lífeyrir)

 

 

 

Björgvin Guðmundsson

 

formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Satt best að segja skil eg ekkert í þessum lífeyrissjóðsmálum. ´Vöxtum þeirra var lengi vel fáránleg. Á árunum vann eg við byggingu Sigölduvirkjunar og keypti íbúð fyrir megnið af kaupinu. Ákvað að skilja lífeyrisframlagið mitt liggja í Lífeyrissjóði Rangæinga. Sjóður þessi hafði því meira en 10% af andvirði íbúðarinnar, semmilega nær 15% eða jafnvel meira því auðvitað varð að greiða skatta og skyldur af laununum. Mér datt í hug hvað eg gæti vænst í lífeyri á mánuði ekki fyrir alls löngu eða í haust sem leið. Mátti eg reikna með um 1745 krónum eða andvirði fremur ódýrrar rauðvínsflösku og af þessu á að borga skatt!

Þegar litið er tæpa 4 áratugi aftur til baka þá voru sum árin himinhá dýrtíð. Lífeyrissjóðir ávöxtuðu fé lengi vel fremur illa. Nú er það svo að ef vextir eru 7.2% á ári þá tvöfaldast höfuðstóllinn á áratug hverjum. Nú verður að reikna ávöxtum töluvert lægra ef höfuðstóll er vísitölutryggður. Ef raunávöxtun nrmur 3,6% ætti því höfuðstóllinn að tvöfaldast 50% hægar eða á 20 árum.

Fyrir um 20-25 árum var mikið rætt um að sameina lífeyrissjóði. Þó svo rekstrarkostnaður þeirra sé kannski nema fjórðungur úr prósenti (o.25%) þá fer ansi mikið í rekstrarkostnað af tugum lífeyrissjóða. Mér þótti einkennilegt að á sínum tíma lagðist Sjálfstæðisflokkurinn gegn öllum hugmyndum um sameingu lífeyrissjóða þegar Þorsteinn Pálsson var formaður flokksins og forsætisráðherra. Ástæðan var sú að við sameiningu væri verið að grípa fram fyrir hendur stjórna lífeyrissjóða vegna fjárfestinga þeirra! Mér fannst þessi rök alltaf vere einkennileg og ekki nógu vel rökstudd.

Við sem eldri erum höfum allt of lengi verið með fjármál okkar í trölla höndum og svo er enn. Við töpuðum sparnaði okkar í formi hlutabréfa í hruninu og nánast ekkert eftir af áratuga sparnaði. Braskaranir og fjárglæframennirnir skildu allt í auðn og tómarúmi. Og nú eru fulltrúar þessa braskara-auðvalds aftur komnir við sömu iðju í Sjórnarráðinu.

Guðjón Sigþór Jensson, 21.1.2014 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband