Kjarasamningarnir felldir?

Þau tíðindi gerðust í atkvæðagreiðslu um nýgerða kjarasamninga ASÍ og SA,að meirihluti verkalýðsfélaganna felldi samningana.Þetta þarf ekki að koma á óvart,þar eð samningarnir voru mjög lélegir.Almenn kauphækkun var aðeins 2,8% og örlítið meira fyrir þá lægst launuðu.Launþegar hafa þurft að taka á sig mikla kjaraskerðingu undanfarið.Verðlag hækkar stöðugt og einnig þó gengið styrkist.Svikist er um að láta almenning njóta styrkingar krónunnar í vöruverði.

Útgerðin og útflutningsatvinnuvegirnir hafa grætt á tá og fingri undanfarið en verkafólkið,sem vinnur við þessar greinar nýtur þess í engu.Þetta sárnar verkafólkinu.Á sama tíma er verið að lækka veiðigjöld útgerðarinnar svo gróði hennar verði enn meiri. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum eru í hag hinum tekjuhærri en ekki þeim,sem hafa lægstu tekjurnar.Tillögum verkalýðshreyfingarinnar um hækkun skattleysismarka,sem hefði gagnast launþegum, var vísað  frá af ríkisstjórninniu.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband