Föstudagur, 31. janúar 2014
Mary Poppins,frábær söngleikur
Við Rúnar,sonur minn,fórum að sjá Mary Poppins,söngleikinn fræga í uppfærslu Borgarleikhússins í gærkvöld.Rúnar og Elín,kona hans,gáfu mér sýninguna í jólagjöf.Sýningin var frábær og ég skemmti mér konunglega.
Söngleikurinn var frumsýndur 2004 og hefur síðan farið sigurför um heiminn.Kvikmyndin um Mary Poppins fékk 5 Óskarsverðlaun og hefur notið gífurlegra vinsælda.-Ég hefi alltaf verið mjög hrifinn af söngleikjum og hefi átt þess kost að sjá nokkra þeirra erlendis. Fyrsti sönleikuriunn,sem ég sá var Sound of Music,sem ég sá á Broadway í New York 1960.Julie Andrews fór með aðalhlutverkið.Ég féll í stafi af hrifningu.-Ég sá síðast söngleik hér á landi fyrir rúmum 10 árum,þegar við hjónin fórum að sjá Chicago í Borgarleikhúsinu.Björgvin,sonur okkar,gaf okkur þá sýningu í tilefni af gullbrúðkaupi okkar.Það var mjög góð sýning.-
Aðalhlutverkin í Mary Poppins í Borgarleikhúsinu eru í höndum Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur og Guðjóns Davíðs Karlssonar.Þau leysa hlutverkin mjög vel af hendi.Jóhanna Vigdís er viðurkennd söngkona og því kemur ekki á óvart,að hún fari vel með hlutverk sitt. Meira kemur á óvart hvað Guðjón Davíð skilar sínu hlutverki vel.Hann þarf að syngja mikið og skilar því óaðfinnanlega.-Frábær sýning.Síðasta sýningin verður í kvöld.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.2.2014 kl. 06:13 | Facebook
Athugasemdir
Kæri pabbi! Þetta var flott hjá ykkur Rúnari að sjá Mary Poppins í Borgarleikhúsinu, (jólagjöf Rúnars og Ellu). Já þú hefur alltaf verið mjög hrifinn af söngleikjum. Það er ánægjulegt að sjá, að þið mamma voruð mjög hrifin af söngleiknum Chicago í Borgarleikhúsinu, sem við Pirjo gáfum ykkur í gullbrúðkaupsgjöf fyrir rúmum 10 árum síðan. Kær kveðja, Björgvin
Björgvin Björgvinsson, 31.1.2014 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.