Hjúkrunarheimilin rekin með halla og undirmönnuð

Komin er út skýrsla um afkomu hjúkrunarheimilanna í landinu.Samkvæmt henni eru öll hjúkrunarheimilin rekin með halla.Hefur það leitt til þess,að heimilin hafa ekki getað verið með eins margt starfsfólk og nauðsynlegt er.Þau eru m.ö.o. öll undirmönnuð.Það er stórhættulegt og getur leitt til mistaka.Það vantar 2-3 milljarða til þess að koma málum í lag.Það er ekki stór upphæð fyrir ríkið miðað við heildarveltu ríkisins.En heilbrigðisráðherrann,Kristján Þór Júlíusson,lemur hausnum við steininn og neitar að hækka daggjöldin.Hann ætlar ef til vill að bíða eftir því að alvarleg mistök verði á einhverju hjúkrunarheimili vegna undirmönnunar. Ríkisstjórnin lækkaði tekjuskatta á fólki með meðaltekjur og hærri tekjur um 5 milljarða.Ekki var lækkað á þeim lægst launuðu.Og ríkisstjórnin lækkaði veiðigjöldin á útgerðinni um 10 milljarða,þ.e. hjá þeim,sem hafa bestu  afkomuna og græða sem aldrei fyrr.En ekki er unnt að hækka daggjöld hjúkrunarheimila um 2-3 milljarða!Þetta  sýnir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Eina úrræði heilbrigðisráðherra er að setja málið í nefnd.Það er gamalkunnugt úrræði stjórnmálamanna.En málið er búið að vera í nefnd og nefndarálitið er búið að liggja mjög lengi í velferðarráðuneytiinu óhreyft.Það er kominn tími til aðgerða.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband