Flottræfilsháttur Íslendinga!

Það hefur vakið athygli,að Ísland er nánast eina vestræna ríkið sem sendir þjóðhöfðingja og 2 ráðherra á vetrar Olympíuleikana í Rússlandi.Þjóðhöfðingjar frá öðrum vestrænum ríkjum mæta ekki.Hvaða bruðl er þetta af Íslands hálfu.Eru  stjórnvöld ekki alltaf að tala um fjárskort,þegar leggja þarf peninga í velferðarkerfið og önnur brýn verkefni? Þetta er flottræfisháttur.Það var engin þörf á því, að forseti Íslands færi á leikana og heldur ekki 2 ráðherrar.

Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir það hvernig þeir standa að undirbúningi  Olympíuleikanna. Þeir hafa eytt óhemju fjármunum í undirbúning leikanna og m.a. hafa miklir fjármunir farið í mútur og spillingu.Þá hafa þeir hrakið fólk á brott,sem bjó á svæðum,þar sem byggja þurfti mannvirki vegna leikanna.Þetta er ekki í samræmi við hinn sanna olympíuanda.Fleiri ríki,svo sem Kína,hafa gert sig sek um hið sama við undirbúning olympíuleika. - Með því að senda svo stóra og háttsetta sendinefnd á Olympíuleikana eru Íslendingar að leggja blessun sína yfir aðfarir Rússa og einnig að blessa mannréttindabrot þeirra.Önnur ríki telja mannréttindabrot Rússa svo alvarleg, m.a. gegn samkynhneigðum,að þeir senda ekki sína háttsettustu fulltrúa á leikana.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband