Þriðjudagur, 11. febrúar 2014
Dagrún kemur heim í dag
Konan mín,Dagrún Þorvaldsdóttir,kemur heim í dag af hjúkrunarheimilinu Mörk,þar sem hún hefur verið í 8 vikur í hvíldarinnlögn.Áður hafði hún verið á Landakoti í 4 vikur í hvíldarinnlögn.Einnig var hún í eina viku á Landsspítalanum vegna ofþornunar.Það tókst að lækna ofþornunina á 4 dögum.´
Aðalástæða þess,að konan mín fór í hvíldarinnlögn,var sú,að ég lærbrotnaði og gat ekki hugsað um konu mína heima á meðan brotið var að gróa.Ég var lagður inn á Landsspítalann,þar sem gert var að brotinu með aðgerð og það gréri fljótt og vel.Ég er nú orðinn alveg góður.- Meðfylgjandi mynd var tekin,þegar Dröfn Hilmarsdóttir og foreldrar hennar,Hilmar og Sjöfn,heimsóttu Dagrúnu sl. laugardag.Talið frá vinstri: Björgvin,Dagrún og Dröfn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.2.2014 kl. 04:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.