Fimmtudagur, 20. febrúar 2014
ESB:Unnt að fá varanlegar sérlausnir fyrir sjávarútveginn
Í gær var tekin til umræðu á alþingi skýrsla hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarumsókn Íslands að ESB.Í skýrslunni er dregin upp staða samningaviðræðna Íslands um aðild að ESB.Þar kemur fram, að búið er að ljúka viðræðum um marga kafla en mikilvægustu kaflarnir eru eftir, þ.e. sjávarútvegsmálin og landbúnaðarmálin.Svo virðist,sem sjávarútvegsmálin hafi strandað á ESB en landbúnaðarmálin tafist,þar eð Ísland var ekki tillbúið með sín samningsmarkmið í þeim málum.
Fram kemur í skýrslunni,að ekki er unnt að fá varanlegar undanþágur frá regluverki ESB en hins vegar er unnt að fá sérlausnir,sem ekki eru tímabundnar.Þannig má reikna með, að unnt sé að fá sérlausnir fyrir íslenskan sjávarútveg,t.d. þannig,að Ísland og sjávarútvegur landsins verði sérstakt sjálfstjórnarsvæði. Ef það fæst samþykkt mundi Ísland halda fullum yfirráðum yfir sjávarútvegi sínum.En úr því fæst ekki skorið nema með því að ljúka aðildarviðræðunum.Á sviði landbúnaðar ætti Ísland að geta fengið sams konar sérlausnir og Svíþjóð og Finnland fengu en þessi lönd fengu samþykktar varanlegar sérlausnir fyrir norðlægan landbúnað sinn.Alveg sömu rök gilda um landbúnað Íslands eins og um norðlægan landbúnað Svíþjóðar og Finnlands.
Stækkunarstjóri ESB hefur sagt í viðræðum við íslenska stjórnmálamenn,að ESB hefði úrræði (sérlausnir) fyrir Ísland sem mundu duga fyrir íslenskan sjávarútveg.Ísland þarf að láta reyna á það og ljúka viðræðunum.Ef íslensk stjórnvöld slíta viðræðunum nú gætu liðið 10-20 ár þar til Íslandi gæfist aftur tækifæri til samningaviðræðna við ESB.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.