Sunnudagur, 23. febrúar 2014
Kjarabót aldraðra og öryrkja tekin til baka
Á sumarþinginu sl. sumar samþykkti ríkisstjórnin lítils háttar kjarabætur til aldraðra og öryrkja.Það gagnaðist þeim best settu,t.d. þeim,sem voru með góðan lífeyrissjóð og þeim,sem voru á vinnumarkaðnum.Þeir ver settu meðal lífeyrisþega fengu þá engar kjarabætur, þar eð ríkisstjórnin sveik það kosningaloforð að afturkalla strax eftir kosningar aukið skerðingarhlutfall tekjutryggingar en 28000 lífeyrisþegar urðu fyrir kjaraskerðingu,þegar sú aukna skerðing tók gildi 2009.En nú er ríkisstjórnin búin að taka til baka þær litlu kjarabætur,sem samþykktar voru á sumarþinginu.Heilbrigðisráðherra undirritaði reglugerðir í desember sl. um hækkun ýmissa gjalda sem lenda á öldruðum og öryrkjum.Hér er um að ræða hækkun komugjalda á heilsugæslustöðvum, minni niðurgreiðslu en áður vegna ýmissa hjálpartækja og stoðtækja,sem öryrkjar og aldraðir nota,minni niðurgreiðslu en áður á bleijum og þannig mætti áfram telja.Formaður Þroskahjálpar telur,að kjarabótin,sem lífeyrisþegar fengu hafi öll verið tekin til baka.Og formaður Öryrkjabandalagsins tekur í sama streng.
Um sl. áramót féllu úr gildi lög um hækkað skerðingarhlutfall tekjutryggingar.Lögin giltu ekki lengur.Við það fengu aldraðir og öryrkjar nokkrar kjarabætur. En það er einnig búið að þurrka þær út með hækkun ýmissa gjalda og minni niðurgreiðslum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.