Þriðjudagur, 4. mars 2014
Framsóknarblær á umfjöllun Ágústs Þórs!
Ágúst Þór Árnason adjunkt við Háskólann á Akureyri,einn af höfundum skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, sagði fyrir nokkrum dögum,að það væru engar varanlegar undanþágur eða sérausnir í boði fyrir íslenskan sjávarútveg.Þetta sagði hann enda þótt ekki væri búið að opna sjávarútvegskaflann í viðræðunum við ESB og Ísland ekki farið að setja fram sín markmið í sjávarútvegsmálum.Viðbrögð ESB við kröfum Íslands í sjávarútsmálum koma ekki fram fyrr en Ísland hefur sett fram sín samningsmarkmið.Þess vegna er ekkert unnt að fullyrða í dag um það, hvort Ísland fái sérlausnir í sjávarútvegsmálum.
Enginn annar af höfundum skýrslunnar hefur fullyrt hið sama og Ágúst Þór Árnason um sjávarútvegsmálin.Ég hlustaði einnig á Ágúst Þór í þættinum, Vikulokin á RUV og þar fannst mér hann tala eins og stjórnmálamaður en ekki eins og fræðimaður. Ég fór inn á Google til þess að afla upplýsinga um Ágúst Þór.Þar sá ég, að hann hafði veriið blaðamaður og ritstjóri á Tímanum, málgagni Framsóknarflokksins.Hann var einnig aðalræðumaður á málþingi um Ólaf Jóhannesson fyrrverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins.Ásamt honum voru m.a. ræðumenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Páll Pétursson fyrrverandi ráðherra Framsóknar.Ekki veit ég hvort Ágúst Þór er Framsóknarmaður en það er greinilega mjög leitað til hans af Framsóknarmönnum.Og hann er ekki hlutlaus í umfjöllun sinni um ESB.Það er Framsóknarblær á þeirri umfjöllun hans.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.