Árni Páll sækir í sig veðrið

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar var gestur Gísla Marteins í þætti hans Sunnudagsmorgunn með Gísla Marteini í gær.Árni Páll ræddi m.a. tillögu utanríkisráðherra um að afturkalla aðildarumsókn Íslands að ESB.Árni Páll hélt mjög vel á því máli í þættinum.Hann sagði,að ekki væri nóg að afturkalla tillögu utanríkisáðherra heldur yrði einnig að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald málsins eins og hefði verið lofað.Sú atkvæðagreiðsla yrði að fara fram strax eða mjög fljótlega.Ekki mætti fallast á "ómöguleika" rök Bjarna,þar eð ef það væri gert gætu næstu ríkisstjórnir einnig notað þau sömu rök.Ég er alveg sammála Árna Páli.Það er ekki nóg að draga þingsályktunartillöguna til baka það verður einnig að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu strax eða mjög fljótlega.Það er krafa þjóðarinnar,sem komið hefur skýrt fram á mótmælafundum og í undirskriftasöfnun.Árni Páll var einnig með sjónvarpsþátt á INN sama dag og fór þar mjög vel yfir ESB málið. Árni Páll er greinilega að sækja i sig veðrið og hefur náð vopnum sínum sem formaður Samfylkingarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband