Er þingið strand?

Alþingi kom saman í gær eftir 10 daga hlé.Öll síðasta vika var svokölluð nefndavika.Forseti þingsins,Einar Guðfinnsson,lét orð falla um það áður en þingið gerði hlé á störfum sínum,að nefndavikan yrði notuð til þess að leita hófanna um samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu um tillögu utanríkisráðherra um afturköllun á aðildarumsókn Íslands að ESB.En sú vika var ekki notuð til þess,þar eð forsætisráðherra fór til Kanada og má segja,að hann hafi gefið samkomulagsumleitunum langt nef.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur verið að segja,að það þurfi að fjalla um aðkomu þjóðarinnar að lausn á málinu en hvað hann hefur átt við hefur ekki komið fram.

Þegar þingfundur hófst á ný í gær var ljóst,að ekkert samkomulag hafði náðst og 10 dagar höfðu farið til spillis vegna Kanadaferðar forsætisráðherra.Allan daginn í gær var einungis rætt um fundarstjórn forseta og hörð gagnrýni flutt á leiðtoga stjórnarflokkanna fyrir að gera ekkert til að leita samkomulags.Þingið var í algeru uppnámi í gær og  í rauninni strand.Engar tillögur hafa komið frá stjórnarflokkunum um það hvernig leysa megi málið. Þjóðin krefst þjóðaratkvæðagreiðslu um málið eins og lofað var í þingkosningunum.50 þús.manns hafa skrifað  undir kröfu um slíka atkvæðagreiðslu.Það er ekki unnt að sniðganga slíka kröfu. 

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband