Þegar Ingvi Hrafn flaug af Sjónvarpinu!


 
 
Ég fór á bókamarkað Kristniboðssambandsins á dögunum og rakst þá á bókina 
"Og þá flaug HRAFNINN" eftir Ingva Hrafn Jónsson.Bókin var á 200 kr., svo ég keypti hana.Hefði
sennilega ekki keypt hana, ef hún hefði verið dýrari.Þetta er mjög
sérkennileg bók.Hún snýst að miklu leyti um uppsögn Ingva Hrafns af Sjónvarpinu  og veru hans þar en Ingvi Hrafn var þar fréttatjóri í 3 1/2 ár.Markús Örn útvarpsstjóri sagði honum upp.Þessi uppsögn
liggur Ingva Hrafni þungt á hjarta og þess vegna fjallar bókin mikið um
hana.Ástæður uppsagnarinnar voru margar en dropinn, sem fyllti mælinn, mun
hafa verið viðtal við Ingva Hrafn í Nýju lífi en þar úthúðaði Ingvi Hrafn
ríkisútvarpinu, einkum dagskránni.
Ingvi Hrafn rekur sjónvarpsstöðina ÍNN.Þanngað safnar hann saman jábræðrum
sínum úr Sjálfstæðisflokknum til þess að ræða stjórnmálin.Hann kallar
umræðuþættina Hrafnaþing og þar mæra Sjálfstæðismennirnir hver annan og
flokkinn sinn og níða andstæðingana niður.Á Hrafnaþing komast tæpast aðrir
en Sjálfstæðismenn.Ingvi Hrafn,sem er últrahægri maður stjórnar Hrafnaþingi með
látum en hann hefur tamið sér þann stíl að vera alltaf mjög kjaftfor og láta
allt flakka.Sennilega hefur sá stíll ekki hjálpað honum á sjónvarpinu.
Sálfræðingar segja, að þeir sem eru alltaf með kjaftinn á lofti og úthúða
öllum og öllu eigi við "komplexa"að stríða.Ekki veit ég hvort það er rétt.
En hvað,sem þessum hugleiðingum líður hafði ég gaman af því að blaða í bók
Ingva Hrafns.Ég held ég skilji persónuleikann betur eftir en áður.
 
 
Björgvin Guðmundsson 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ingvi Hrafn er nokkuð sérstakur. Sumir vilja meina hann sé mjög óheflaður og allt að því eiga til að vera ruddi. Aðrir eru mjög ánægðir en eru þá ekki sérlega kröfuharðir.

Eg tel mig vera gamlan krata eins og sósialdemókratar voru fyrrum nefndir. Okkur finnst miður þegar menn með harkalegar skoðanir fái að vaða uppi.

Faðir Ingva Hrafns var andstæða hans, virðulegur mjög hógvær prófessor vestur í Háskóla. Var sérfræði hans í tannlækningum og hafði shann jálfur praxís til að bæta tekjur sínar. Var tannlæknastofa hans lengi vel á efri hæð Aðalstrætis 16 í miðbæ Reykjavíkur, síðar í kjallara á horni Miklubrautar og annaðhvort Engihlíðar eða Reykjahlíðar. Tækin voru mjög gömul og slitin, voru reimarnar sem knúðu borinn allar opnar og stundum stóðu þau á sér! Jón Sigtryggsson var þekktur fyrir að vera með gamlar verðskrár og var því mjög vinsæll meðal þeirra sem minna höfðu milli handanna. En gæði þjónustunnar þótti yngri tannlæknum ekki vera upp á marga fiska.

Guðjón Sigþór Jensson, 24.3.2014 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband